*
*

Þjónusta eftir kaup

Fasteignaumsjón og þjónusta

 Hjá Perla erum við alltaf tilbúin að aðstoða og þjónusta viðskiptavini okkar og skiljum það af eigin reynslu að það taki tíma að aðlagast nýju landi, þar kemur áratuga reynsla okkar og búseta á Spáni að góðum notum.  Hvort sem þú hefur áhuga á að fræðast um heilbrigðismál, hvernig eigi að skrá barn í skóla, sækja um sjúkraskírteini eða kaupa bifreið þá kemurðu að opnum dyrunum hjá okkur.  Jafnframt bjóðum við upp á fasteignaumsjón fyrir þá viðskiptavini okkar sem þess óska gegn sanngjörnu verði.

Fasteignaumsjón 

Þegar að þú ert búin að fá eignina þína afhenta, sem gerist við undirskrift afsals, þá stendur þér til boða að nýta þjónustu okkar hjá Perla er lítur að fasteignaumsjón.  Leiðarljós okkar er að þjónusta viðskiptavini okkar jafnt fyrir, á meðan og eftir kaup á fasteign og bjóðum við uppá eftirlitssamninga með fasteignum fyrir þá sem það kjósa. 

 Eftirlitssamningurinn felur í sér að starfsmaður Perla fer hálfsmánaðarlega í eignina þína, þar sem :

  • Loftað er út
  • Verandir og svalir eru smúlaðar
  • Blóm eru vökvuð eftir fyrirmælum eiganda
  • Póstkassi tæmdur og póstur settur inn í hús eða sendur til Íslands eftir fyrirmælum eiganda. 

  Og við sendum þér tölvupóst eftir hvert skipti til staðfestingar á að skoðun hafi farið fram og að húsið þitt sé í topp standi!

Umsamið verð fyrir þjónustusamninginn sem þú gerir við okkur, og talin eru upp hér að ofan, er 90 sem greiðast með mánaðarlegum greiðslum. 

Annað:

Önnur þjónusta sem Perla býður uppá gegn vægu gjaldi eru m.a eftirfarandi:

  • Við útvegum þér tilboð í þau verk og viðvik sem þú villt láta gera á eigninni og höfum milligöngu með að hleypa iðnaðarmönnum inní húsið.  
  • Við mætum á árlegan húsfélagsfund fyrir eiganda, og greiðum atkvæði í hans/hennar nafni skv. Fyrirmælum.  
  • Óskir þú eftir að eignin þín verði þrifin fyrir komu eða eftir brottför, þá býður Perla upp á þrifþjónustu, sem fer eftir stærð eignar og umfangi þrifa (lín, leirtau etc).  Hafðu samband við okkur og fáðu verð í þína eign.
  • Milliganga við þjónustufyrirtæki s.s. Rafmagns- vatns- gas-, eða tryggingarfyrirtæki.

UPPLÝSINGAR

Óskir þú sem viðskiptavinur okkar eftir almennum upplýsingum um hvað eina sem viðkemur því að aðlagast í nýja landinu , s.s. upplýsinga um:

  • Nauðsynlega pappíra og leyfi vegna búferlafluttninga
  • Hvernig þú skráir barn í skóla
  • Hvaða gögn eru nauðsynleg til að sækja um vinnu
  • Hvernig þú sækir um spænskt sjúkraskírteini
  • Hvernig þú skráir þig með lögheimili á Spáni

Þá er þér velkomið að senda okkur línu á info@perlainvest.com , hringja í okkur á skrifstofutíma  í (0034) 96 676 5972 eða bara kíkja á okkur á skrifstofuna og ræða við okkur - þér að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.

TÚLKUN OG ÞÝÐINGAR:

Óskir þú eftir frekari aðstoð sem krefst þýðingar, þá erum við með túlka á okkar snærum sem eru algjörlega tvítyngdir og menntaðir spænskufræðingar sem munu aðstoða þig með bros á vör.  Verðskrá fyrir túlkun er eftirfarandi*: 

  • Útkall túlks, ásamt 1 klst kostar: 105€
  • Hver auka klst: 50€
  • Þýðing á skjali. Verð pr. Bls.: 30 – 60€ ( 0,15€ - 0,33€ per. orð)

*Athugið að ekki er um löggilta skjalaþýðingu að ræða 

Estoy de acuerdo

Utilizamos cookies propias y de terceros para realizar análisis de uso y de medición de nuestra web para mejorar nuestros servicios. Si continua navegando, consideramos que acepta su uso. Para obtener más información haga click aquí.