Fasteignasalan Perla Investments var stofnuð af hjónunum Auði Hansen og Orra Ingvasyni þegar þau fluttu búferlum til Spánar árið 1999. Perla er fyrsta fasteignasalan á Spáni til að vera í eigu menntaðs íslensks fasteignasala sem jafnframt er menntaður spænskufræðingur. Öryggi viðskiptavina Perla er forgangsatriði og sterkur grunnur þess að viðskiptavinir njóti dvalarinnar á Spáni allt frá fyrsta degi. Perlu teymið leggur metnað sinn í framúrskarandi og persónulega þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins, aðstoðar þig á íslensku við allt er varðar fasteignakaup þín og sér til þess að ferlið verði áreynslulaust og ánægjulegt. Með yfir hálfrar aldar reynslu af fasteignaviðskiptum á Spáni og þrautþjálfað fagfólk sem aðstoðað hefur fjölda landsmanna við að finna draumahúsið í sólinni eða góða fjárfestingu, tryggjum við hjá Perla þér þjónustu sem á engan sinn líka.
Vertu velkomin að hafa samband eða að koma við á skrifstofunni okkar í Villamartin - þar sem við höfum verið í 20 ár
Ef þú ert að leita að reynslu, trausti og persónulegri þjónustu er Perla Invest þinn samstarfsaðili við að byggja nýtt líf við Miðjarðarhafið.
Kaupferlið hefst þegar að þú hefur samband við okkur og segir okkur hver drauma eignin þín er. Þú getur haft samband við okkur með því að:
Við svörum öllum fyrirspurnum um hæl og hvort sem þú kemur í skipulagða skoðunarferð á vegum Perla eða á eigin vegum, þá hlökkum við til að sjá þig.
Hafðu samband - við tökum vel á móti þér!