*
*

Um okkur

Sérstaða okkar

Perla Investments leggur metnað sinn í framúrskarandi og persónulega þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins.  Við erum til staðar fyrir þig frá fyrsta degi og aðstoðum þig á íslensku við allt er varðar fasteignakaup þín og sjáum til þess að kaup þín verði áreynslulaus og ánægjuleg.  Með yfir hálfrar aldar reynslu af fasteignaviðskiptum á Spáni og þrautþjálfað fagfólk sem aðstoðað hefur fjölda landsmanna við að finna draumahúsið, góða fjárfestingu eða sitt annað heimili í sólinni, tryggjum við þér þjónustu sem á engan sinn líka.

Starfsmenn Perla

Við fyrirtækið starfa 6 manns með yfir hálfrar aldar reynslu á sviði fasteignaviðskipta á Spáni. Lögfræðingur, íslenskur menntaður fasteignasali, spænskur löggiltur fasteignasali, spænskufræðingur auk fjöltyngds starfsfólks, hafa það sameiginlega markmið að gera þér kleift að láta drauminn um nýtt líf verða að veruleika. Styrkur og gæði Perla endurspeglast í dag ekki síst á reynslu, fullkomnu tvítyngi, og því að bjóða alltaf upp á bestu lánakjör sem í boði eru.

AUDUR Hansen - Perla Investments
AUDUR Hansen
audur@perlainvest.com
Tel:
(0034) 96 676 5972
Mov:
(0034) 654 832 847

AUÐUR Hansen lauk námi til Lögg.fasteignasala á Íslandi árið 1999 og hefur auk þess B.A. próf í spænsku frá Háskóla Íslands.  Hún hefur samhliða vinnu sinni hjá Perla unnið fyrir spænsk yfirvöld í þýðingum, og talar og skrifar að sjálfsögðu fullkomna spænsku.  Auður er skrifstofustjóri á skrifstofunni okkar í Villamartin.

ORRI Ingvason - Perla Investments
ORRI Ingvason
orri@perlainvest.com
Tel:
(0034) 96 676 5972
Mov:
(0034) 654 832 793 / (00 354) 893 39 11

ORRI Ingvason stofnaði Perla Investments árið 2000 ásamt Auði konunni sinni og er  búsettur allt árið á Spáni.  Þessi maður veit ALLT um fasteignir á svæðinu og það sem þeim viðkemur og er framkvæmdastjórinn okkar.

Birgir HANS Birgisson - Perla Investments
Birgir HANS Birgisson
hans@perlainvest.com
Tel:
(0034) 96 676 5972
Mov:
(0034) 639 214 188

Birgir HANS Birgisson er menntaður Lögg. Fasteignasali á Spáni með API réttindi og eins hefur hann lokið B.A. námi í alþjóðasamskiptum frá EU háskólanum í Valensía.  Birgir hefur búið á Spáni næstum alla sína ævi og er algjörlega tví... nei þrítyngdur og starfar sem sölumaður hjá Perla.

JONA Bjork Gudjonsdottir - Perla Investments
JONA Bjork Gudjonsdottir
office@perlainvest.com
Tel:
(0034) 96 676 5972
Mov:
(0034) 633 934 488

JÓNA BJÖRK talar íslensku, ensku og er á hraðri leið með að taka spænskuna með trompi. Hún er drífandi, brosmild og frábær jafnt sem sölufulltrúi sem allt í öllu á skrifstofunni.

ENRIQUE Nieto Vidal - Perla Investments
ENRIQUE Nieto Vidal
info@perlainvest.com
Tel:
(0034) 96 676 5972
Mov:

ENRIQUE Nieto er spænskur lögfræðingur sem lauk námi frá Murcia háskóla og hefur hann m.a. séð til þess að fasteignakaup Íslendinga gangi snuðrulaust fyrir sig síðan árið 2001, þegar að hann byrjaði að vinna fyrir Perla.  

SOFFÍA R. Guðmundsdóttir - Perla Investments
SOFFÍA R. Guðmundsdóttir
soffia@perlainvest.com
Tel:
(0034) 96 676 5972
Mov:
(0034) 680 489 086

SOFFÍA er m.a. menntaður kennari og viðskiptafræðingur, en auk þess hefur hún stundað nám í verðbréfaviðskiptum og verkefnastjórnun ásamt því að búa yfir fjölbreyttri starfsreynslu jafnt sem stjórnandi fyrirtækja sem og við kennslu. Soffía hefur stundað spænskunám við háskólann í Alicante síðustu misseri og kann hvergi betur við sig en í líflegri spænskri menningunni og góða veðrinu hérna við Miðjarðarhafið.

Estoy de acuerdo

Utilizamos cookies propias y de terceros para realizar análisis de uso y de medición de nuestra web para mejorar nuestros servicios. Si continua navegando, consideramos que acepta su uso. Para obtener más información haga click aquí.