Mjög fallegt og stórt einbýlishús á þremur hæðum í hinu fræga Santa Rosalia Resort
Húsið er 365m2 að stærð með 3 rúmgóðum svefnherbergjum, 5 baðherbergjum, stóru og björtu alrými með fullbúnu eldhúsi með gæða heimilistækjum frá BOSCH og stofu sem labbað er út í stórann garð með flottri veröld með útieldhúsi, 37m2 sundlaug og bílastæði inn á lóðinni,
183m2 kjallarinn sem hægt er að gera upp eins og manni hentar kemur með baðherbergi og þvottahúsi tilbúnu
Þaksvalirnar á þessu æðislega húsi eru 58m2 stórar koma einnig með sundlaug og svæði til að sóla sig á allt í 300 daga á ári.
Í þessu stórglæsilega og metnaðarfulla íbúðarhverfi hefur verið hugað að öllum smáatriðum og gefst íbúum þar kostur á að njóta þess að vera á „ströndinni“ allt í kringum vatnið, snæða á sælkera veitingastöðum og hafa aðgang að fjölbreyttri hágæða íþróttaaðstöðu.... svo eitthvað sé nefnt.
Skammt frá eru bæirnir Torre Pacheco og Los Alcázares þar sem alla þjónustu, s.s. heilsugæslu, skóla o.fl. er jafnframt að finna. Og hafirðu áhuga á að heimsækja hinar sögulegu borgir Murcia eða Cartagena, fara í Dos Mares verslunarmiðstöðina, á hinar annáluðu strandir Mar Menor eða á alþjóðlega flugvöllinn í Corvera þá ertu alltaf innan 20 mínútur að keyra þangað að heiman.