Nýuppgerðar íbúðir í Águilas á Costa Cálida ströndinni og aðeins um 50 mínútum frá Murcia flugvellinum og 90 mín frá Alicante flugvelli.
Íbúðirnar sem eru með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum eru fullbúnar með húsgögnum, heimilistækjum, loftræstingu auk sér bílastæði og eru tilbúnar til afhendingar. Íbúðirnar eru með frábæru útsýni til sjávar frá rúmgóðum svölunum sem einnig fylgja eigninni.
Einnig fylgir aðgangur að sameiginlegri sundlaug og grænum svæðum þar sem tilvalið er að njóta sólarinnar og glæsilegs sjávar útsýnis.
Glæsilegt tækifæri sem þú mátt ekki missa af!
Þessi glæsilega eign er staðsett í einungis 10 mínútna fjarlægð frá ströndinni, í útjaðri borgarinnar Águilas í Murcia héraði. Stórglæsilegt svæði á Costa Cálida ströndinni og er í einungs 50 mínútna fjarlægð frá nýja flugvellinum í Murcia (Corvera) og flugvellinum í Almería. Svæðið tengist nærliggjandi borgum einstaklega vel, en hraðbrautir liggja þaðan beint til t.d. Cartagena borgar, Alicante, Murcia og fallegra stranda Murcia og Almería.
Ef að þig dreymir um að búa við Miðjarðarhafið, með glæsilegu útsýni og með ströndina við túnfótinn, þá er þetta sannarlega eign fyrir þig!
Erum einnig með mikið úrval af svipuðum íbúðum í þessum sama íbúðarkjarna.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar eða bóka skoðun.