Þessu glæsilega og bjarta 4 svefnherbergja, 3 baðherbergja og 132m2 einbýlishúsi, fylgir jafnframt sundlaug í garði, auk rúmgóðra þaksvala þar sem m.a. er að finna uppblásinn heitan pott þar sem notalegt er að slaka á að kvöldlagi og njóta tilkomumikils útsýnis yfir nærliggjandi svæði. Eignin er staðsett í fallegum nýbyggðum íbúðarkjarna og er hún með einkabílastæði inni á lóð.
Skammt frá er helsta verslunarsvæði Torrevieja, en þar sem má meðal annars finna Habaneras verslunarmiðstöðina, Aquapolis vatnsrennibrautagarðinn og matvöruverslanir auk mikils úrvals veitingastaða, bara og skemmtistaða, að ógleymdu nýju tónlistarhúsi Torrevieja þar sem að öllu jöfnu má finna fjölbreytt úrval viðburða ár hvert.
Fyrir náttúru unnendur er vinsælt að labba eða hjóla meðfram hinum áður nefndu salt vötnum, sem eru í göngufæri frá þessari glæsilegu eign, heimili hinna bleiku flamenco fugla og njóta þar fjölbreyttrar og fallegrar náttúru og lífríkis. Í innan við 10 mínútna fjarlægð er svo hinn spennandi og alþjóðlegi miðbær Torrevieja, 5 golfvellir, 2 verslunarmiðstöðvar, frábært úrval veitingastaða og kaffihúsa, vatnsrennibrautargarður sem og tvö heimsklassa sjúkrahús og mikið úrval hágæða spænskra sem og alþjóðlegra skóla.
Ef þessi eign fær hjartað til að slá hraðar, þá ekki hika við að hafa samband til að fá frekari upplýsingar!