Við hjá Perla Investments kynnum einstaka eign á besta stað í San Miguel de Salinas, í göngufæri við allar helstu þjónustur og flotta veitingastaði.
Íbúðin er stór og björt, alls 183 m² að stærð, með hátt til lofts og opið rými. Íbúðin samanstendur af fjórum stórum svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum, ásamt rúmgóðri stofu með svölum sem snúa í suður og býður upp á fallegt útsýni yfir kirkjutorg bæjarins.
Eldhúsið er stórt og vel útbúið með miklu skápaplássi. Þar að auki er sér útisvæði – eftirsóttur eiginleiki í eldri, sjarmerandi spænskum eignum – sem eykur notagildi eignarinnar. Þá er einnig þvottahús með geymslu sem hentar vel sem "matarbúr" – lausn sem margir kunna að meta.
Sameiginlegar þaksvalir sem þú nýtur oftast í ró og næði því einungis eru 2 íbúðir í húsinu!
Stór bílskúr fylgir einnig og er stæði fyrir allt að 3 ökutæki og einnig er mjög stór geymsla í bílakjallaranum
Auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin í nálægð – með yfir 80.000 m² af verslunarhúsnæði og fjölbreyttu úrvali verslana og veitingastaða. Þá er einnig Torrevieja háskólasjúkrahúsið, eitt það fremsta á svæðinu, einungis í um 15 mínútna akstursfjarlægð.
Ef golf er ástríða þín, þá ertu á réttum stað – innan við 8 km radíus eru fjórir 18 holu golfvellir: Villamartín, Real Club de Golf Campoamor, Las Ramblas og hinn verðlaunaði Las Colinas golfvöllur.
Fyrir sólarunnendur eru víðfeðmar sandstrendur aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð, allar með Bláa fánanum – merki um fyrsta flokks aðstöðu, hreina strönd og gæða sjávarvatn.
Ekki hika við að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign!