Þetta tveggja hæða raðhús er byggt árið 2017 og sameinar nútímalega hönnun, góða nýtingu rýma og þægilegt skipulag. Húsið snýr í suðaustur og nýtur því dásamlegs birtuflæðis allan daginn.
Raðhúsið er með 3 rúmgóðum svefnherbergjum, 3 baðherbergjum og miklu skápaplássi sem tryggir gott geymslurými. Stórt útisvæði bæði framan og aftan við húsið býður upp á fjölbreytta möguleika til að njóta útivistar og samveru.
Einnig eru þaksvalir sem bjóða upp á frábært útsýni og skapa hinn fullkomna stað til að slaka á í sólinni eða njóta kvöldstundar.
Með eigninni fylgir: Innbyggð loftkæling bæði á eftir og neðri hæð, heimilistæki og nútímaleg húsgögn
Raðhúsið er staðsett á einu mest eftirsótta svæði Orihuela Costa – í nálægð við fallegar strendur, verslanir, veitingastaði og alla helstu þjónustu.