Þetta glæsilega 119,63 m² einbýlishús sem er á tveimur hæðum býður upp á þrjú rúmgóð svefnherbergi, þrjú fullbúin baðherbergi, opið og bjart eldhús með nútímalegum innréttingum og rúmgóða stofu með beinu aðgengi að stórum, sólríkum garði og einnig eru 36,61 m2 stórar þaksvalir!
Á lóðinni er einkasundlaug, rúmgott útisvæði og einnig sér bílastæði á lóð.
Húsið afhendist með öllum helstu heimilistækjum, hágæða innréttingum og gólfhita á baðherbergjum – tilvalið fyrir bæði fastan búsetu og frábæra leigutekjumöguleika.
Tilbúið til afhendingar!
Pilar de la Horadada er heillandi og vaxandi bær á suðurhluta Costa Blanca, rétt við mörk Murcia-héraðs. Hér sameinast spænsk menning, afslappaður lífsstíll og stórkostleg náttúra í eina fullkomna heild. Svæðið státar af yfir 300 sólardögum á ári og er kjörið fyrir þá sem leita að heilsusamlegu og rólegu umhverfi.
Stutt er í fallegar stendur eins og Playa Higuericas og Playa Mil Palmeras, auk þess sem verslanir, veitingastaðir, skólar, apótek og heilbrigðisþjónusta eru innan seilingar. Í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð er einnigLo Romero golfvöllurinn, og verslunarmiðstöðin La Zenia Boulevard er rétt handan við hornið.
Bærinn er í aðeins 40 mínútna fjarlægð frá flugvelli í Alicante, með góðar samgöngur og stutt í vinsæla áfangastaði eins ogTorrevieja, Cartagena og Murcia.