Mjög falleg og nútímaleg efri sérhæð í bænum Pilar de la Horadada sem er rétt sunnan við Torrevieja.
Íbúðin sem er 67,57m2 að stærð er með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, björtu og rúmgóðu alrými með fullbúnu eldhúsi með gæða heimilistækjum og stofu. Eigninni fylgja einnig glæsilegar og rúmgóðar þaksvalir með útieldhúsi, en einnig fylgir aðgangur að sameiginlegum garði með sundlaug og sér bílastæði.
Við erum einnig með íbúðir með 3 svefnherbergjum í þessari sömu byggingu.
Hér ertu nálægt allri þjónustu sem hugsast getur, stutt er í matvöruverslun, apótek, veitingastaði í miðbæ Pilar de la Horadada, og innan við 20 mínútna fjarlægð frá átta golfvöllum og hinni þekktu verslunarmiðstöð Zenia Boulevard svo eitthvað sé nefnt.
Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans. Þessi eign er frábærlega staðsett, hvort sem er til langtíma eða skammtíma dvalar.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign!