Þessi glæsilega íbúð er staðsett á mjög vinsælu svæði á Costa Blanca strandlengjunni, þ.e. á milli Villamartín og La Zenia hverfisins þaðan sem stutt er í alla þjónustu og hinna glæsilegu Zenia Boulevard verslunarmiðstöð.
Íbúðin er 68,19 m2 að stærð með 6,63 m2 svölum og 2 baðherbergjum og 2 svefnherbergjum. Eigninni fylgir jafnframt einka bílskúr sem og geymslurými.
Leiguleyfi fylgir með eigninni!
Íbúðarkjarnin sem íbúðin tilheyrir er mjög flottur, en á sameiginlegu svæði má meðal annars finna tvær sundlaugar, fallega garða og margt fleira.
Skammt er á 18 holu golfvöllinn Villamartín, þar sem njóta má óviðjafnanlegs útsýnis hvort sem er við að iðka golf íþróttina eða tylla sér á fallegan útsýnisbar og njóta þess að hlusta á fagurlitaða páfagaukana kvaka allan ársins hring.
Auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin skammt frá, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði, að ógleymdir heilbrigðisþjónustu hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 10 mínútna ökufjarlægð að heiman. Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.
Endilega hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um þessa glæsilegu eign!