Einstaklega fallegt og vel staðsett 203,22m2 einbýlishús í fyrstu línu við golfvöllin La Finca í Algorfa á suður Costa Blanca ströndinni.
3 svefnherbergi eru í húsinu en þar af er eitt á efstu hæð, sannkölluð hjónasvíta með útgengi á verönd með glæstu útsýni yfir golfvöllinn, stóru fataherbergi og sér baðherbergi, að auki eru 2 baðherbergi á neðri hæð, hiti er í gólfum í öllu húsinu.
Stórt alrými þar sem flæðið á milli eldhúss, borðstofu og stofu er mjög gott og þaðan er gengið út í glæsilegan garð sem hefur að geyma svokallað "infinity" sundlaug, stóra verönd með grill aðstöðu og notalegu slökunarsvæði og ekki má gleyma golfvellinum sem er við enda garðsins.
Í kjallara hússins sem er 195,50 m2 að heildarstærð er svo stór 67,85 m2 bílskúr en þar er pláss fyrir 2 bíla og mjög stórt rými sem tilvalið væri að nota sem tómstundarherbergi, líkamsrækt eða vínkjallara eða vinnuaðstöðu.
Bjóðum uppá mikið úrval eigna í þessu glæsilega hverfi.
Gæði eignarinnar, staðsetning og nálægð við alla þjónustu gera eignina þína að hinum fullkomna áfangastað hvort sem er til skammtíma eða langtíma dvalar.
Í næsta nágrenni við hverfið finnurðu alla nauðsynlega þjónustu í bænum Algorfa, s.s. veitingastaði, súpermarkaði, almenningssamgöngur o.fl. En auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin skammt frá, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði, að ógleymdir heilbrigðisþjónustu hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 15 mínútna ökufjarlægð að heiman.
Hafirðu áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, hvort sem þú villt spila heimavöllinn þinn La Finca, eða reyna við aðra velli í nágrenninu, en 8 átján holu vellir eru í innan við 20 mínútna fjarlægð að heiman. Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar!