*
*

Kaupferlið

Almennt um kaupferlið

Kaupferlið sem á sér stað við kaup á spænskum fasteignum er að mörgu leyti frábrugðið því sem þú þekkir á Íslandi en áratuga reynsla okkar tryggir að það gangi vel og örugglega fyrir sig.  Þannig bjóðum við einungis upp á fasteignir sem uppfylla háa gæðastaðla og  örugga byggingaraðila, auk þess sem allir starfsmenn Perla þekkja svæðið til hins ýtrasta eftir áratuga búsetu.  Íslenskur Löggiltur fasteignasali Perla sem jafnframt er menntuð spænskufræðingur auk enskumælandi spænsks lögfræðings Perla sjá svo um undirbúning og gerð kaupsamnings og afsals, auk þess að þýða fyrir þig öll nauðsynleg gögn – á íslensku.  Þannig sjáum við til þess að þú kynnist svæðinu, skoðir úrval hágæða fasteigna, og þér sé tryggt algjört öryggi við fasteignaviðskipti þín, á ilhýra málinu. 

Kaupferlið hefst þegar að þú hefur samband við okkur og segir okkur hver drauma eignin þín er.  Þú getur haft samband við okkur með því að:

 

  • Senda okkur mail á info@perlainvest.com
  • Hringja í síma 0034 -96 676 5972 eða
  • Koma við á skrifstofunni okkar í Villamartin þar sem við munum taka vel á móti þér.

Við svörum öllum fyrirspurnum um hæl og hvort sem þú kemur í skipulagða skoðunarferð á vegum Perla eða á eigin vegum, þá hlökkum við til að sjá þig.

Hafðu samband - við tökum vel á móti þér!

Kaup á fasteign

Þegar að þú hefur fundið drauma fasteignina þína, er undirritaður kaupsamningur milli kaupanda og seljanda.  Þessi gjörningur svipar að ákveðnu leyti til kaupsamninga á Íslandi en afhending eignarinnar fer þó ekki fram fyrr en við afsal.  Íslenskur lögg. Fasteignasali og spænskur lögfræðingur Perla sjá um undirbúning og gerð kaupsamnings fyrir þína hönd.  Þegar það kemur að afhendingatíma eignarinnar, sem kveðið er á um í kaupsamningi, er svo gengið frá afsali, sem fram fer á skrifstofu lögbókanda eða Notario, en það starf er mikil ábyrgðarstaða og ekki ósvipað starfi sýslumanns á Íslandi.  Lögfræðingur Perla og Lögg. Fasteignasali undirbúa afsalið í samstarfi við nótaríus og þýða afsalið fyrir þig á íslensku fyrir undirritun. 

Ef svo fer að þú sjáir þér ekki fært að vera viðstaddur undirritun afsalsins, þá munum við leiðbeina þér við að gefa ábyrgum aðila umboð til að skrifa undir fyrir þína hönd.  Umboð þetta er bæði hægt að útbúa hérna á Spáni, þegar að þú gengur frá kaupsamningi og þá frammi fyrir nótaríus, eða á Íslandi.  Sért þú stödd/staddur á Íslandi, þá þarf að undirrita og votta umboðið hjá Sýslumanni sem stimplar það með Notarí stimpli auk þess að fá svo annan stimpil „sello de Apostilla“ og undirritun hjá Utanríkisráðaneytinu.  Umboðið er svo sent til umboðshafans á Spáni með ábyrgðarpósti.  Sem fyrr aðstoðar starfsfólk Perla þig við þetta ferli frá a til o. 

Þegar að afsalið hefur verið undirritað, færð þú afhent bráðabirgðaafrit af afsalinu „copia simple“, en frumrit afsalsins er sent til Skráningarstofu fasteigna.  Eftir að skráning á afsalinu þínu hefur farið fram er það svo endursent til Notarius skrifstofurnar þar sem þú skrifaðir undir afsalið, eða ef þú ert með lán á eigninni, til bankans þíns.  Þar sem þú getur óskað eftir að fá það afhent.  

Ef að eignin sem þú kaupir er á byggingarstigi þegar gengið er frá kaupsamningi, fylgjast starfsmenn Perla með að umsamin verklok og skilalýsing standist og er þér velkomið að hafa samband við okkur hvernær sem er á byggingartímanum til að fylgjast með bygginarframkvæmdum og fá myndir sendar.  Og þar sem við vorum einu sinni sjálf í þínum sporum skiljum við hversu mikilvægt það er að fylgjast með stöðu mála – þannig að ekki hika við að hafa samband!

Að taka fasteignalán

Við erum í samstarfi við leiðandi spænska banka sem lána allt að 70% af andvirði eignarinnar, til allt að 30 ára.  Lengd lánstíma fer eftir aldri og innkomu en miða bankarnir við að lántakandi greiði lánið upp fyrir 75 ára aldurinn. Perla sér um að aðstoða þig alla leið og leiðbeina þér með þau gögn sem leggja þarf fram.  En ásamt lánaumsókn þarf t.d að leggja fram staðfestingu á tekjum síðasta árs í formi skattaskýrslu, auk afrits af launaseðlum og bankayfirliti síðustu þriggja mánaða, þrátt fyrir að kröfur um fylgiskjöl geti verið breytileg á milli banka.  Starfsmenn Perla munu kynna þig fyrir tengilið þínum í bankanum og aðstoða þig við að opna þar bankareikning. Spænskufræðingur Perla sér svo um allar þýðingar á almennum gögnum sem bankinn óskar eftir til að veita þér lán, þér að kostnaðarlausu.

Kostnaður við kaupin

Almennt er gott að gera ráð fyrir að 10,5 % til 15% kostnaður vegna kaupanna bætist ofan á kaupverð fasteignar, talan gæti þó orðið lægri.  Þessi kostnaður greiðist við afsal og afhendingu eignarinnar, en við munum að sjálfsögðu láta þig fá nánari upplýsingar um kostnað vegna kaupa á eigninni þinni og svara öllum spurningum þínum.  Hjá Perla leggjum við metnað okkar í að aðstoða viðskiptavini okkar sem óska eftir bankaláni, við að fá bestu kjör sem í boði eru á hverjum tíma.  Hér á eftir má sjá töflu með sundurliðuðum kostnaði, en eins og sjá má er sumur kostnaður fastar tölur á meðan að annar kostnaður reiknast í prósentum, auk þess sem lántökukostnaður er sérstaklega tilgreindur:

Virðisaukaskattur fasteignar:
Reiknast af uppgefnu kaupverði eignar
8 – 10 %
Þinglýsingarkostnaður fasteignar:
Fer eftir fjölda skjala í þinglýstu skjali o.fl. en er á bilinu:
700 € - 900 €
Fasteignaskráning:
Kostnaður v/ fasteignaskráningar:
400 € - 500 €
Stimpilgjöld:
Reiknast af uppgefnu kaupverði nýrra eigna:
1,5 %
Lántökukostnaður:
 
1 % - 2 %
Þinglýsingarkostnaður láns:
Fer eftir fjölda skjala í þinglýstu skjali o.fl. en er á bilinu:
700 € - 900 €
Skráningarkostnaður láns:
Skráning láns í fasteignaskrá:
500 € - 600 €
Lögfræðikostnaður:
Lögfræðiþjónusta sem tryggir hagsmuni kaupanda:
1.500 €
NIE númer – spænsk kennitala f. útlendinga:
Nauðsynlegt er að sækja um NIE númer hyggist þú kaupa fasteign eða faratæki á Spáni – Við sjáum um að það gangi fljótt og örugglega fyrir sig.
150 €
Vatns - & Rafmagnssamningar:
Veltur á tegund eignar og ástandi:
150 € - 400 €

Hvað kostar að reka fasteign

Árlegur rekstrarkostnaður fasteignar getur verið misjafn eftir stærð, tegund og staðsetningu hennar.  Þannig tilheyra t.d. sumar fasteignir ákveðnu húsfélagi með tilheyrandi kostnaði af sameiginlegri þjónustu s.s. umhirða og viðhald sameignar, garða, sundlaugar o.fl, á meðan að önnur hús tilheyra ekki húsfélagi.  Fasteignagjöld geta jafnframt verið mishá, milli bæjarfélaga og héraða, auk þess sem þau reiknast út frá fermetratölu hverrar fasteignar.  Svipað má segja um vatns og rafmagns kostnað þar sem kostnaður veltur á notkun og lengd dvalar í eigninni yfir árið. 

 Þar sem forsendur fyrir útreikningi á rekstrarkostnaði velta á mörgum og mismunandi þáttum þá tókum við saman dæmi um kostnað vegna reksturs 150.000 € fasteignar á ársgrundvelli, sem hægt er að hafa til hliðsjónar:

Vatn, rafmagn & gas:
900 €– 1400€
Tryggingar:
250 €– 400€
Húsfélag:
400 €– 900€
Fasteignagjöld (Suma):
200€– 350€
Tekjuskattur :
100 € - 300€
Estoy de acuerdo

Utilizamos cookies propias y de terceros para realizar análisis de uso y de medición de nuestra web para mejorar nuestros servicios. Si continua navegando, consideramos que acepta su uso. Para obtener más información haga click aquí.